top of page

Þröngur rammi karl­mennskunnar kúgandi

https://www.youtube.com/watch?v=afjzr_Y9xKM&t=2s(Upprunalegu greinina úr Fréttablaðinu má finna hér)


Christian Mogen­sen hefur sér­hæft sig í rann­sóknum á svo­kölluðum Incel-hópum, en í þeim eru karl­menn sem eru skír­lífir gegn vilja sínum og kenna femín­isma og konum um það. Í nóvember árið 2020 kom út eftir hann skýrslan The An­gry Inter­net þar sem fjallað er um ógnina sem lýð­ræði og jafn­rétti stafar af þessum hópum, og um­ræðum þeirra sem til­heyra þeim.

Síðustu ár hefur karl­mennskan sem hug­tak verið í nafla­skoðun. Karl­mennska er bæði eitt­hvað sem ungir menn eigna sér, en einnig eitt­hvað sem þeir þvinga hver upp á annan. Það er ein­hver stöðluð hug­mynd um karl­mennsku, um hvernig karl­menn þeir eigi að vera. Eins og hversu mikið á­fengi þeir eigi að geta drukkið, hversu mörgum konum þeir sofi hjá og hversu stórt typpi þeir þurfi að vera með. „Þetta er mjög stereó­týpísk og mjög í­halds­söm hug­mynd um það hvað karl­mann­legur maður er, og það sem ég hef komist að í mínum rann­sóknum er að þetta skapar gróðrar­stíu fyrir skað­legar hug­myndir um kynin meðal karl­manna,“ segir Christian og að ein­hver hluti karl­manna muni til­einka sér þetta í til­raun til að verða að karl­manni. „Þeir munu drekka of mikið, sofa hjá mörgum og tala illa um konur, trans, sam­kyn­hneigða og aðra minni­hluta­hópa. En það sem ég hef líka komist að, í sam­tölum mínum við þessa menn, er að þeim líkar þetta ekki og vilja þetta ekki. Þeir vita hvað þeir eru að gera og finnst þeir þurfa að gera þetta til að halda lífi og vera viður­kenndir í sam­­fé­laginu,“ segir Christian. Hann segir femín­isma að mörgu leyti hafa verið leið til að frelsa konur og að karl­mennskan hafi á sama tíma haldið karl­mönnum niðri. „Þeir fáu karl­menn sem þrífast innan þessarar menningar eru þeir sem eru byggðir eins og víkingar, drekka enda­laust magn af bjór og eru „bro dude“, sem er flott fyrir þá, en það sem mér finnst að karl­menn eigi að til­einka sér úr femín­isma er að þeir mega vera hver sem er. Ég vil ekki að allir karl­menn séu mjúkir og við­kvæmir, ég vil bara að þeir sem eru það, hafi frelsi til að vera það.“

Það er yfir­leitt þannig að ef ein­hver hverfur af spjall­borðinu eða hættir að svara, þá er það gefið að hann fyrir­fór sér. Í­mynd karl­mennsku stöðnuð

Hann segir að fyrir konur sé langt síðan þær fengu „leyfi“ til að vera alls konar, en að á sama tíma hafi í­myndin um karl­mennsku staðið í stað. Er versta mögu­lega út­koman á því Incel-sam­fé­lagið? „Já, þeir eru með á­kveðna hug­mynd um þennan týpíska mann sem þeir kalla Chad eða eitt­hvað annað og sam­kvæmt þeim, ef þú ert ekki þannig, þá ertu lú­ser. Þeim finnst sam­fé­lagið sem for­gangs­raðar þessum „alfa“ karl­mönnum hafa rangt fyrir sér, og svo í kjöl­farið finnst þeim konur, sem ekki velja þá til að sofa hjá sér, hafa brotið á sér. Það finnst þeim vanda­málið við femín­isma, að konur fengu val til að velja sér ból­fé­laga, og þeir telja að ef ekki væri fyrir femín­isma þá gætu þeir sofið hjá og átt það líf sem þeim hefði verið lofað fyrir femín­isma. Þeir eru þannig líka að berjast við karl­mennsku­í­myndina, en bara á annan hátt en ég,“ segir Christian og hlær.

Á­hætta fyrir lýð­ræðið

Fram kemur í skýrslu hans að sam­kvæmt rann­sóknum hans séu lík­lega um 850 virkir nor­rænir Incel-þátt­tak­endur á spjall­borðum og sam­fé­lags­miðlum. Það er þó líka tekið fram að fjöldinn er ekki endi­lega stærsta vanda­málið, heldur mögu­leiki þeirra sem hafa orðið, til að dreifa sínum boð­skap til fleiri karl­manna. Christian segir þó eitt stærsta vanda­málið við þennan hóp vera hversu hátt hlut­fall þeirra er sem skaða sjálfa sig og stytta sér aldur. „Það er yfir­leitt þannig að ef ein­hver hverfur af spjall­borðinu eða hættir að svara, þá er það gefið að hann fyrir­fór sér,“ segir Christian og það þyki honum al­var­legast við þetta. Hvað varðar lýð­ræðið segir Christian að hættan sé að þau sem ekki að­hyllast sömu skoðanir vilji ekki eða þori ekki að taka þátt í um­ræðum á netinu, af hræðslu við of­sóknir og jafn­vel líf­láts­hótanir. „Það þýðir að það er ekki raun­veru­legt lýð­ræði, því við höfum ekki fjöl­breyti­leika. Það er risa­stórt vanda­mál að hvítir karl­menn, eins og ég, stjórni um­ræðunni. Ég tala kannski hratt en ég get ekki talað fyrir aðra,“ segir Christian. Christian segir að það þurfi bara einn typpabrandara til að eyðileggja einlægar samræður karlmanna. Mynd/Aðsend

Minni hætta á Norður­löndunum

Hann segir að það sé alltaf ein­hver hætta á því að innan þessara hópa leynist ein­staklingar sem muni nota of­beldi, hann hafi minni á­hyggjur af því á Norður­löndunum en annars staðar, en sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókna hans, er ekki sama hætta á á­rásum á Norður­löndunum og áttu sér stað í Isla Vista, Virginíu og Mon­t­réal. Eitt af því sem er lagt til í skýrslunni er að fólk, með þekkingu á kynja­fræði, fari inn á spjall­borð þessara sam­fé­laga til að ræða við mennina. „Við græðum ekkert á því að fara þarna inn og bara segja þeim að þeir hafi rangt fyrir sér,“ segir Christian og leggur á­herslu á að það þurfi að nálgast þá með öðrum leiðum og taka inn í myndina að að baki skoðunum þeirra séu lík­lega fimm­tán ár af þeim sorg­mæddum og þung­lyndum.

Til­finningar ó­þægi­legar

Í skýrslunni kemur ein­mitt fram að margir þeirra sem leita inn á þessi spjall­borð geri það í fyrstu í fullri ein­lægni yfir að líða illa, en svo fari sam­ræðurnar og við­horfin í aðra átt. „Vanda­málið er hversu þröngan ramma karl­menn hafa til að ræða til­finningar. Karl­menn mega tala um að vera svangir, þyrstir eða graðir. Það er engin sena í Rambó þar sem hann sest niður til að gráta. Karl­menn í bæði kvik­myndum og tölvu­leikjum eru bar­daga­menn og sigur­vegarar, svo hvert eiga karl­menn að fara til að segja: „Hæ, ég held að ég sé ljótur og að ég verði einn að ei­lífu“? Það er kannski ekki sam­tal sem þú átt við vini þína, nema þið séuð mjög nánir. Ég er 34 ára og er bara ný­farinn að ræða þetta við fólk sem ég hef samt þekkt nærri alla mína ævi.“ Hann segir að karl­menn séu ó­vanir að eiga slíkar um­ræður og mörgum hrein­lega þyki það ó­þægi­legt. Vanda­málið er hversu þröngan ramma karl­menn hafa til að ræða til­finningar. Karl­menn mega tala um að vera svangir, þyrstir eða graðir. „Það skapast kannski góðar um­ræður í hópi karl­manna, en það þarf ekki meira til en að einn segi: „Já, það er vegna þess að þú ert með lítið typpi“, fyrir sam­ræður, sem voru svo fal­legar, að breytast í typpa­brandara og þá sem voru að opna sig að gera lítið úr vanda­málum sínum,“ segir Christian og að það sama eigi sér stað á netinu. „Ég sé oft að fal­legar um­ræður hafa átt sér stað, en svo kemur einn og segir að þetta sé allt konum að kenna og það finnst öllum það auð­veldari um­ræða og þá verður það sam­talið.“ Ein af­leiðing þessarar þröngu skil­greiningar karl­mennskunnar er, að sögn Christians, að karl­menn munu ýta hver á annan að falla undir hana, og eitt af því sem þeir munu nota til að sýna fram á karl­mennsku sína er kyn­ferðis­leg virkni (e. sexu­al acti­vity). „Sumir munu segja sögur á meðan aðrir segja frá kyn­lífinu sem þeir stunda, en svo eru ein­hverjir sem munu reyna að finna leiðir til að sanna það og þá eru myndir af konum ein leið til þess, og að deila þeim. Margir af þeim strákum sem ég hef talað við og hafa annað hvort séð eða deilt slíkum myndum og stuðlað að kyn­bundnu of­beldi, segja að þeir viti að það sem þeir séu að gera sé rangt, en það séu allir að gera þetta.“ Ég sé oft að fal­legar um­ræður hafa átt sér stað, en svo kemur einn og segir að þetta sé allt konum að kenna og það finnst öllum það auð­veldari um­ræða og þá verður það sam­talið Lög­reglan þarf að vera með

Spurður hvernig hægt sé að finna lausnir á þessu vanda­máli segir hann femín­isma stóru lausnina, en nefnir einnig lög­regluna og að það þurfi að auka þekkingu innan hennar og vald hennar til að takast á við þetta og bregðast við. „Það þarf að ræða við unga karl­menn og hefja sam­talið, og það á ekki að segja þeim að þeir ættu ekki að gera þetta og að þetta sé ó­lög­legt, því þeir vita það og er yfir­leitt sama. Heldur ætti að tala við þá út frá af hverju þeir gera þetta og hver sé hvatinn, og hvort þetta sé í­mynd karl­mennskunnar sem þeir vilji ýta undir. Það þarf að opna sam­talið um kyn­hegðun karl­manna og þetta sam­tal þarf að fara fram í skólum. Það á að segja þeim að kyn­líf sé frá­bært og að þeir eigi að stunda það, en að það þurfi að vera með ein­hverjum sem vilji það jafn­mikið og þeir.“ Christian var einn þriggja sem talaði á norrænni ráðstefnu í gær um kynferðislega friðhelgi á stafrænum tímum en þar talaði hann um lýðræðið og hvernig það hefur verið undir höggi, um karlmennsku, skilgreiningu hennar og hvernig hún getur verið skaðleg fyrir karla og svo í kjölfarið konur. Hægt er að horfa á það með því að ýta á tengilinn af Facebook hér að neðan.


44 views0 comments

Comments


bottom of page